Þekkingarnet Þingeyinga og Framsýn bjóða upp á byrjendanámskeið í ensku. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að auka skilning og færni við að tjá sig á ensku. Einnig verður lögð áhersla á æfingar, samræður og hlustun. Líflegir og fjörugir tímar þar sem tækifæri gefst til að æfa sig og auka sjálfstraustið til að geta átt betri samskipti á ensku, hvort sem er í vinnu, einkalífi eða í námi. Hægt verður að bjóða uppá framhaldsnámskeið ef áhugi er fyrir hendi.
Kennt verður tvö kvöld í viku, þriðjudagskvöld og fimmtudagskvöld frá klukkan 20:00- 22:00 í 4 vikur.
Námskeiðið hefst 22. október og lýkur 14. nóvember og kostar 15.000.- og eiga félagsmenn Framsýnar rétt á niðurgreiðslu á námskeiðsgjaldi.
Kennari er Berglind Pétursdóttir.
Skráning og nánari upplýsingar er að finna hjá Þekkingarneti Þingeyinga í síma 464-5100, netfang erladogg@hac.is og hjá Framsýn í síma 464-6600, netfang kuti@framsyn.is