Rétt í þessu var 33. þing Alþýðusambands Norðurlands að hefjast á Illugastöðum í Fnjóskadal en þingið hófst kl. 10:30. Um 140 fulltrúar eiga seturétt á þinginu frá stéttarfélögum á Norðurlandi. Helstu málefni þingsins eru kjaramál, atvinnumál, vinnumiðlun, starfsemi AN og skipulag Orlofsbyggðarinnar á Illugastöðum. Þinginu lýkur svo á morgun eftir hádegið. Nánar verður fjallað um þingið á heimasíðu stéttarfélaganna á mánudaginn.