Um þessar mundir er mikil undirbúningur í gangi á vegum Starfsgreinasambands Íslands varðandi komandi kjaraviðræður við atvinnurekendur. Fulltrúar Framsýnar taka virkan þátt í þessari vinnu. Á morgun hefur t.d. verið boðað til fundar í Reykjavík um málefni starfsfólks í fiskeldi, fiskvinnslu og ferðaþjónustu.