Framsýn og Starfsmannafélag Húsavíkur standa fyrir áhugaverðum fundi um áhrif vaktavinnu á heilsufar fólks. Fundurinn verður í fundarsal stéttarfélaganna í kvöld, þriðjudaginn 10. september kl. 20:00 og er öllum opinn. Tveir góðir frummælendur verða á fundinum. Það eru þau Júlíus K. Björnsson sálfræðingur og Lára Sigurðardóttir læknir. Sjá auglýsingu:
Áhrif vaktavinnu á heilsu fólks
Framsýn og Starfsmannafélag Húsavíkur standa fyrir opnum fundi um áhrif vaktavinnu á heilsu fólks. Fundurinn verður í fundarsal stéttarfélaganna þriðjudaginn 10. september kl. 20:00. Frummælendur verða Júlíus K. Björnsson sálfræðingur og Lára Sigurðardóttir læknir.
Dagskrá:
- Áhrif vaktavinnu á heilsu, líðan og svefn: Hvaða áhrif hefur vinnufyrirkomulagið?
Frummælandi: Júlíus K. Björnsson sálfræðingur.
2. Áhrif vaktavinnu á heilsufar: Hjarta- og æðasjúkdómar, meltingafæratruflanir, sýkingar og krabbamein.
Frummælandi: Lára Sigurðardóttir læknir.
Eftir fyrirlestrana verður fundarmönnum gefinn kostur á að koma með spurningar til frummælenda. Fundurinn er öllum opinn. Skorað er á fólk að mæta á fundinn, ekki síst vaktavinnufólk.
Framsýn stéttarfélag
Starfsmannafélag Húsavíkur