Veðrið hér norðan heiða hefur verið með miklum ágætum í haust. Fólk hefur verið duglegt að njóta útiverunnar. Meðal þess sem fólk hefur gert er að fara í berjamó til að týna ber. En aðrir hafa gengið um landið og virt fyrir sér alla fegurðina sem er í næsta umhverfi. Hér koma nokkrar myndir úr Húsavíkurlandi sem teknar voru um helgina af ritstjóra Heimasíðu stéttarfélaganna sem fékk sér göngutúr um bæjarlandið um helgina. Sjá myndir: