Framsýn er um þessar mundir að ganga frá kröfugerð félagsins vegna komandi kjaraviðræðna við atvinnurekendur. Reiknað er með að þau sambönd sem félagið á aðild að, Starfsgreinasamband Íslands, Landssamband ísl, verslunarmanna og Sjómannasamband Íslands fari með samningsumboð félagsins enda markmiðið að fulltrúar Framsýnar verði virkir í umræðunni sem fram fær næstu vikurnar á vegum sambandanna. Reiknað er með að samböndin gangi endanlega frá kröfugerðum í september eða byrjun október. Framsýn vill hér með skora á félagsmenn að senda inn tillögur um kröfur á hendur atvinnurekendum er varðar kjör þeirra og réttindi á vinnumarkaði fyrir næstu helgi. Um næstu helgi munu áherslur félagsins síðan verða kynntar á heimasíðu stéttarfélaganna.