Magnað veður og bændur í góðu stuði

Það var réttað í nokkrum fjárréttum norðan heiða í dag í frábæru veðri. Einn af fjölmörgum blaðamönnum heimasíðu stéttarfélaganna kom við á Skógarétt í Reykjahverfi  sem er rétt fyrir utan Húsavík. Blaðamaðurinn gerði sér einnig lítið fyrir og fór í göngur með Húsvíkingum í morgun en þeir eru þekktir fyrir fallegt fé, reyndar að eigin sögn. Hér koma nokkrar myndir sem teknar voru  í morgun í göngunum og á Skógarrétt sem hófst kl . 14:00 í dag og var að ljúka.

Deila á