Reglulega koma góðir gestir í heimsókn sem leið eiga um Húsavík. Einn þeirra er Ólafur Baldursson varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga en hann starfar um þessar mundir sem rútubílstjóri hjá Teiti Jónassyni. Hann fékk sér kaffi með Aðalsteini formanni Framsýnar í morgun en hann er að keyra ferðamönnum um landið með viðkomu á Húsavík. Að sjálfsögðu voru málefni verkalýðshreyfingarinnar til umræðu og komandi kjaraviðræður sem hefjast á næstu vikum.
Ólafur drakk kaffi með formanni Framsýnar fyrir hádegið þar sem kjara- atvinnu- og málefni landsbyggðarinnar voru til umræðu.