Heimasíðan í frekari sókn

Samkvæmt könnun er heimasíða stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum virkasta heimasíða, stéttarfélaga innan Alþýðusambands Íslands. Síðan er í stöðugri sókn og sífellt fleiri skoða síðuna. Samkvæmt vefmælingu í morgun hafa 1.309 einstaklingar heimsótt síðuna síðustu daga. Þar af eru 60,7% einstaklinga sem ekki hafa heimsótt síðuna áður, sem sagt nýir lesendur siðunnar og 39,3% sem fara reglulega inn á síðuna. Þessar vikurnar fara allt að 800 manns inn á síðuna daglega en í mælingum hafa sést yfir 1000 heimsóknir á dag. Ljóst er að heimasíðan gegnir mikilvægu hlutverki í starfi stéttarfélaganna, bæði sem upplýsingasíða og eins sem fréttasíða þar sem blandað er saman fróðleik úr starfi stéttarfélaganna og fréttum úr umhverfinu. Greinilegt er að þessi blanda gengur vel í lesendur síðunnar.

Deila á