Stjórn Þingiðnar samþykkti fyrir helgina í umboði aðalfundar félagsins að stórhækka endurgreiðslur til félagsmanna úr sjúkrasjóði félagsins. Hækkanirnar eru sambærilegar þeim hækkunum sem Framsýn samþykkti á síðasta aðalfundi félagsins til sinna félagsmanna. Gott samstarf hefur verið milli þessara félaga um að haga reglugerðir félaganna eins.
Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar á útgreiðslum úr sjúkrasjóði Þingiðnar til félagsmanna. Nýju reglurnar gilda frá 1. júní 2013.
Endurgreiðslur félagsins:
Sjúkranudd verði kr. 1900,- per tíma er kr. 1500,- kr. per tíma
Kírópraktorar/meðferð verði kr. 1700,- per tíma er kr. 1500,- kr. per tíma
Heilsunudd/meðferð verði kr. 1700,- per tíma er kr. 1500,- kr. per tíma
Nálastunga/meðferð verði kr. 1700,- per tíma er kr. 1500,- kr. per tíma
Hveragerði/sambærileg stofnun verði kr. 50.000,- er kr. 40.000,-
Andlát félagsmanns á vinnumarkaði verði kr. 330.000,- er kr. 300.000,-
Andlát eldri félagsmanna verði kr. 100.000,- er kr. 80.000,-
Fæðingarstyrkur verði kr. 100.000,- er kr. 60.000,-
Ættleiðingarstyrkur verði kr. 100.000,- er kr. 60.000,-
Glasafrjóvgun/tæknifrjóvgun verði kr. 100.000,- er kr. 25.000,-
Áhættumat hjá hjartavernd verði kr. 17.000,- er kr. 8.000,-
Sálfræðiaðstoð/geðlæknar verði kr. 6.000,- er kr. 3.000,-
Félags- og fjölskylduráðgjöf verði kr. 6.000,- er kr. 0,-
Göngugreining verði kr. 4.000,- er kr. 3.500,-
Gleraugnakaup verði kr. 40.000,- er kr. 30.000,-
Linsur verði kr. 40.000,- er kr. 30.000,-
Laser/bæði augu verði kr. 100.000,- er kr. 60.000,-
Heilsuefling verði kr. 15.000,- er kr. 12.000,-
Heyrnatæki/bæði eyru verði kr. 100.000,- er kr. 60.000,-
Krabbameinsskoðun/ristill-blöðruháls verði kr. 15.000,- er kr. 15.000,-
Endurgreiðslurnar taka mið af greiðslum félagsmanna til félagsins og reglugerð sjúkrasjóðsins á hverjum tíma. Þá var samþykkt að hver liður sé sjálfstæður og hafi ekki áhrif á aðra liði. Þannig hefur t.d. ekki áhrif á rétt félagsmanns til endurgreiðslna fari hann til sálfræðings eða fjölskylduráðgjafa.