Fjölmargir tóku þátt í helgargetraun Heimasíðu stéttarfélaganna. Getraunin fólst í því að finna út hver væri á myndinni. Flestir höfðu rétt fyrir sér en þó komu nokkrir með nöfn á öðrum mönnum. Maðurinn á myndinni er Sveinn Birgir Hreinsson og er myndin tekin á Mærudögum. Dregið hefur verið úr réttum svörum. Vinningshafi er Gunnar Sigurðsson á Kópaskeri. Gunnar fær konfekt í verðlaun. Takk fyrir þátttökuna.