Smá grín fyrir þá sem heima sitja um helgina!

Þessi mynd er tekin af góðum manni nokkuð löngum sem var á Mærudögum á Húsavík um síðustu helgi. Myndin er tekin við höfnina og býr maðurinn á Húsavík, það er í suðurbænum. Þeim landsmönnum sem ætla ekki í útilegu um helgina gefst tækifæri á að taka þátt í getraun á vegum heimasíðu stéttarfélaganna svo þeim leiðist ekki um helgina. Sem sagt, hver er maðurinn á myndinni? Beðið er um fullt nafn. Þeir sem telja sig hafa rétt svar eru beðnir um að senda það á netfangið kuti@framsyn.is. Að sjálfsögðu eru vegleg verðlaun í boði og dregið verður úr réttum svörum á þriðjudaginn. Góða skemmtun og ánægjulega helgi landsmenn góðir. (Sjá stærri mynd af manninum góða)

Spurt er, hver er maðurinn?

Deila á