Viltu komast í sólina – laust sumarhús á Suðurlandi

Vegna forfalla losnaði orlofshús á vegum stéttarfélaganna á Flúðum á Suðurlandi frá föstudeginum 9. ágúst til 16. ágúst. Áhugsamir geta haft samband við Skrifstofu stéttarfélaganna í síma 464-6600. Vikan kostar kr. 24.000,-. Orlofshúsið er staðsett í Ásabyggð á Flúðum, ca 100 km frá Reykjavík. Húsið sem er 52 fm skiptist í forstofu, 2 svefnherbergi með sængum og koddum og baðherbergi með sturtu. Svefnpláss fyrir fjóra í tveimur tvíbreiðum rúmum.  Stofan er með sjónvarpi, dvd og útvarpi og fullbúið eldhús. Stór sólpallur er við húsið og þar er heitur pottur í góðu skjóli með gasgrilli. Mikill trjágróður er umhverfis með útiverusvæði fyrir börnin. Mikið er af merktum gönguleiðum í nágrenningu. Stutt er í hraðbanka, verslun, golfvelli, sundlaug, veitingastaði og fleira. Skammt frá Flúðum er Gullfoss, Geysir, Háifoss, Gjáin og Þjórsárdalur svo eitthvað sé nefnt. Nánari upplýsingar um húsið: www.bustadur.is.

Deila á