Við bjóðum heim á Mærudögum – í bíó!!

Nýlega gaf Framsýn út áhugavert myndband um starfsemi félagsins og atvinnulífið í Þingeyjarsýslum. Myndbandið hefur fengið góða dóma og er mikið spilað (sjá www.framsyn.is – útgefið efni). Umsjónarmaður með gerð myndbandins var Rafnar Orri Gunnarsson kvikmyndagerðarmaður. Framsýn mun verða með opið hús á föstudaginn og laugardaginn í fundarsal stéttarfélaganna (sjá meira).

 

Opið hús – sýningartímar:

Föstudaginn 26. júlí 12:00-13:00

Laugardaginn 27. júlí 12:00-13:00

Í tilefni af Mærudögunum bjóðum við gestum upp á kók og popp á þessum tíma, enda ekki á hverju degi sem „bíósýningar“ eru á Húsavík.  Að sjálfsögðu verður kaffi og annað litað vatn einnig í boði. Sýningartími myndbandsins er um 20 mínútur.  Verið öll hjartanlega velkomin!

Deila á