Góðar heimsóknir

Í vikunni hefur Framsýn – stéttarfélag fengið góðar heimsóknir frá starfsmönnum og flokkstjórum
vinnuskólanna í Norðurþingi (Húsavík og Raufarhöfn) og Þingeyjarsveit. Um var að ræða
50 manna hóp frá Norðurþingi og 15 manna hóp frá Þingeyjarsveit.

Starfsemi vinnuskólanna gengur afar vel. Starfsmenn þeirra annast mörg þjóðþrifa verkefni m.a. á sviði
umhverfismála í sveitarfélögunum. Á milli verkefna er slegið á léttari strengi með fræðslu og annarri
eflandi virkni.   

Heimsóknirnar og samvinnan við vinnuskólana er orðnar árviss þáttu í starfsemi þessara aðila.
Farið er farið yfir ýmis mikilvæg atriði sem snerta störf þeirra í vinnuskólanum og þau fá innsýn
í mörg atriði sem snerta væntanlega þátttöku þeirra á almennum vinnumarkaði. Meðal
mikilvægra atriða á vinnumarkaði eru útreikningur á launum, vinnuumhverfis- og vinnuverndarmál,
skráning vinnutíma, vaktavinna og góð ráð til að eiga árangursríka þátttöku á vinnumarkaði. Í því
efni hafa jákvæð samskipti á vinnustað, dugnaður, sveigjanleiki, frumkvæði, sköpunargleði og
virk þátttaka mest áhrif. Í lokin er síðan skipst á skoðunum um ýmis atriði sem tengjast þátttöku
á vinnumarkaði.

 

Deila á