Að undangengni umræðu og þrýstingi að hálfu umönnunarstétta, samþykkti ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sérstakt framlag til jafnlaunastefnu hjá starfsmönnum ríkisins.
Framsýn stéttarfélag og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga hafa átt samskipti og fundi til að útfæra þessa væntanlegu 4,8% hækkun hjá kvennastéttum hjá ríkinu. Stefnt er að því að gengið verði frá útfærslum strax eftir sumarleyfi og þá liggi fyrir hvernig hækkuninni verði ráðstafað til starfsmanna. Framsýn stéttarfélag reiknað með að umsamdar hækkanir á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga gildi afturvirkt frá 1. mars 2013.