Gengið frá samningi við Fjallalamb hf.

Framsýn hefur gengið frá sérkjarasamningi við Fjallalamb hf. á Kópaskeri um kjör starfsmanna í sláturtíðinni í haust.  Gengið var frá samkomulaginu í gær. Samningurinn tryggir starfsmönnum ákveðin laun og kaupaukagreiðslur fyrir störf í sláturtíð auk almennra réttinda.

Framsýn hefur í gegnum tíðina átt mjög gott samstarf við Fjallalamb um kjör og aðbúnað starfsmanna.

Deila á