Fulltrúar Framsýnar bundu vonir við að samningar tækjust í dag við Samtök atvinnulífsins um sérkjarasamning fyrir starfsmenn við hvalaskoðun á Húsavík. Því miður tókst það ekki þar sem ágreiningur er um launakjör starfsmanna og tryggingar. Fulltrúar Framsýnar munu safna frekari upplýsingum um helgina ásamt lögfræðingum félagsins og leggja þær fram eftir helgina. Framsýn hefur lagt mikla áherslu á að klára málið enda ekki sæmandi að ekki sé í gildi kjarasamningur fyrir þessi störf.
Því miður tókst ekki að ganga frá samkomulagi um kjör starfsmanna á hvalaskoðunarbátum í dag.