Fundað með starfsmönnum Vatnajökulsþjóðgarðs

Formaður Framsýnar fór í dag í heimsókn til starfsmanna Vatnajökulsþjóðgarðs sem hafa aðsetur í Ásbyrgi. Farið var yfir starfsumhverfi, kjör og stofnannasamning  sem gildir fyrir störf landvarða. Framsýn mun fylgja eftir þeim hugmyndum sem fram komu á fundinum, næst þegar stofnanasamningurinn verður endurskoðaður. Framsýn á aðild að samningnum í gegnum Starfsgreinasamband Íslands.

 Um tuttugu starfsmenn starfa hjá Vatnajökulsþjóðarði á Ásbyrgissvæðinu.

Sérðu þetta? Ari skoðar hér myndarlega könguló í Glúfrastofu þar sem fundur formanns Framsýnar og starfsmanna fór fram.

Fundurinn búinn og allir byrjaðir að vinna aftur. Þær eru alltaf brosmildar, Sylvía, Ingibjörg og Jennifer Please og taka vel á móti gestum Glúfrastofu.

Deila á