Hálendisvegur til umræðu

Framsýn hefur tekið þátt í umræðu um hugsanlegan hálendisveg norðan Vatnajökuls. Fundað var um málið fyrir nokkrum dögum Í Mývatnssveit. Áhugafólk, Framsýn, atvinnuþróunarfélög og sveitarfélög á Norður- og Austurlandi sóttu fundinn. Fjallað var um málið í Fréttablaðinu í gær. Hálendisvegurinn á að ná frá Nýjadal á Þjórsársvæðinu að sunnanverðu að Kárahnjúkum að austanverðu. Tæplega 40 kílómetra leggur yrði einnig norður í land til dæmis að Svartárkoti í Bárðardal. Áætlaður kostnaður við vegagerðina er um 5,5 milljarðar og reiknað er með að vegurinn geti verði klár á sex árum. Um er að ræða einkaframkvæmd og koma menn því til með að greiða veggjald. Verði að þessari mikilvægu vegagerð styttist leiðin milli Reykjavíkur og Egilsstaða um 230 km. Til stendur að boða til stofnfundar félags um framkvæmdina á næstu vikum, Hálendisvegur ehf.

Deila á