Á aðalfundi Framsýnar voru staðfestar siðareglur fyrir félagið. Þær höfðu áður verið samþykktar í stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins og verið auk þess til kynnigar á heimasíðu stéttarfélaganna. Hægt er að nálgast þær á heimasíðunni undir Framsýn, lög og reglugerðir. Á fundinum var skipuð Siðanefnd og hana skipa:
Nafn: Vinnustaður:
Ari Páll Pálsson Atvinnuþróunarfélag Húsavíkur
Þóra Kristín Jónasdóttir GPG-Fiskverkun
Fanney Óskarsdóttir Leikskólinn Grænuvellir
Varamenn:
Friðrik Steingrímsson Stórutjarnarskóla
Friðrika Björk Illugadóttir Framhaldsskólanum Laugum
Siðanefndin mun koma saman til fundar síðar í sumar og skipta með sér verkum og kynna sér jafnframt ný samþykktar siðareglur sem þeim verður ætlað að framfylgja.