Varaformaður Framsýnar, Kristbjörg Sigurðardóttir, gat þess í ræðu sem hún flutti á aðalfundi Framsýnar fyrir helgina að hún ætlaði að hætta sem varaformaður Framsýnar á næsta aðalfundi félagsins sem væntanlega verður haldinn í mars 2014. Kristbjörg hefur verið í trúnaðarstörfum fyrir félagið í 25 ár. Fram kom hjá Kristbjörgu að nú væri kominn tími til að stiga til hliðar eftir skemmtilegan og jafnframt gefandi tíma. Bogga sagðist ekki efast um að góður einstaklingur tæki við hennar hlutverki að ári. Hún sagðist hafa talið rétt að taka þetta fram á fundinum. Kristbjörg hefur verið mjög farsæl í starfi og verið mjög vinsæl meðal stjórnenda og starfsmanna félagsins enda skilað góðu starfi fyrir félagið og þar með félagsmenn.