Myndband um atvinnlífið vekur athygli

Myndband um starfsemi Framsýnar og atvinnulífið í Þingeyjarsýslum sem frumsýnd var á aðalfundi félagsins  fyrir helgina vakti mikla athygli fundargesta. Þeir voru almennt mjög ánægðir með afraksturinn. Það sama má segja um formenn Starfsgreinsambandsins sem fengu tækifæri til að skoða myndbandið þegar þeir funduðu á Húsavík á dögunum. Það er Rafnar Orri Gunnarsson sem á heiðurinn af myndbandinu en hann fór um félagssvæðið og tók myndir af öllum helstu vinnustöðum á svæðinu. Ágúst S. Óskarsson var umsjónarmaður verkefnisins og Aðalsteinn Á. Baldursson skrifaði handritið. Myndbandið verður aðgengilegt á heimasíðu stéttarfélaganna í sumar.

 Almenn ánægja var meðal fundarmanna með myndband Framsýnar um starfsemi félagsins og öflugt atvinnulíf á svæðinu.

Deila á