Framsýn stendur fyrir tveggja daga trúnaðarmannanámskeiði í haust. Námskeiðið verður haldið 17. – 18. október. Staðsetning námskeiðsins hefur ekki verið ákveðin endanlega. Helstu þættir sem teknir verða fyrir eru tryggingar, kjarasamningar og samningatækni. Þá verður einnig farið í vettvangsferð um svæðið þar sem námskeiðið verður haldið. Skráning á námskeiðið er á Skrifstofu stéttarfélaganna. Samkvæmt ákvæðum kjarasamninga eiga trúnaðarmenn rétt á að sækja trúnaðarmannanámskeið og halda launum.
Þrír magnaðir trúnaðarmenn á námskeiði á Illugastöðum. Sólveig, Guðrún og Sigurveig. Þær mun væntanlega verða klárar á næsta trúnaðarmannanámskeið sem haldið verður í haust.