Framsýn stigur mikilvægt skref

Alþýðusamband Íslands hefur lagt áherslu á að sambönd með beina aðild og aðildarfélög sambandsins geri átak í að efla áhuga ungs fólks á hreyfingunni og baráttumálum ungs fólks innan hreyfingarinnar. Því miður virðist fæðingin ganga frekar illa ef marka má viðbrögð aðildarfélaga sambandsins. Eftir því sem best er vitað hefur aðeins eitt samband innan Alþýðusambandsins stofnað vetfang fyrir ungt fólk, Rafiðnarsamband Íslands. Þess ber að geta að stjórn Framsýnar hefur samþykkt að leggja til við aðalfund félagsins á fimmtudaginn að stofnuð verði Ungliðaráð innan félagsins sem skipað verði fjórum ungum félagsmönnum af báðum kynjum. Hugmyndin er að ungliðaráðið starfi undir heitinu FRAMSÝN-UNG. Ráðinu er ætlað að vinna náið með stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins að málefnum ungs fólks. Það er að tryggja að hugað sé að stöðu og hagsmunum ungs launafólks í stefnu verkalýðshreyfingarinnar og að rödd unga fólksins heyrist í starfi og stefnumótun Framsýnar, stéttarfélags. En og aftur sýnir Framsýn ákveðið frumkvæði í uppbyggingu og starfi stéttarfélaga.

Deila á