Ríkissáttasemjari hefur boðað fulltrúa Framsýnar og Samtaka atvinnulífsins til fundar næsta þriðjudag til að ræða kjaradeilu Framsýnar við hvalaskoðunarfyrirtækin á Húsavík. Framsýn vísaði deilunni til sáttasemjara um síðustu helgi og því má segja að Ríkissáttasemjari bregðist vel við með því að boða strax til fundar.