Samkvæmt kjarasamningi er orlofsuppbót starfsmanna á almenna vinnumarkaðinum kr. 28.700,-. Í tilkynningu til starfsmanna Samherja í landi kemur fram að fyrirtækið hafi ákveðið að hækka upphæðina um 71.300 og greiða kr. 100.000 til starfsmanna með maí launum. Greiðslan er miðuð við fullt starf í 12 mánuði. Starfsmenn eru að sjálfsögðu ánægðir með greiðsluna. Samherji rekur nokkur fyrirtæki á félagssvæði Framsýnar.