Mikið um að vera á Húsavík um helgina

Sjómannadagshelgin er framundan á Húsavík.  Boðið verður upp á veglega hátíð á laugardaginn og sunnudaginn. Svo sem skemmtisiglingu, pylsugrill, kappróður, reiptog, hoppukastala og þá verður þyrla landhelgisgæslunnar á svæðinu. Sjómenn slá upp dansleik á laugardagskvöldið. Á sunnudaginn verða síðan söfnin á Húsavík opin fyrir gestum án endurgjalds, blómsveigur verður lagður að minnisvarða látinna sjómanna og þá verður Sjómannadagskaffi á Fosshótel Húsavík. Þar verður boðið upp á söng, séra Sighvatur verður með hugvekju og þá verða tveir sjómenn heiðraðir. Sjómannadeild Framsýnar sér um heiðrunina.  

Það hafa margir góðir sjómenn verið heiðraðir fyrir þeirra störf til sjós. Um helgina verða tveir heiðursmenn heiðraðir fyrir þeirra framlag.

Deila á