Virk – ársfundur í Þingeyjarsýslum

Virk – starfsendurhæfingarsjóður er stofnun í eigu aðila vinnumarkaðarins, stéttarfélaganna, Samtaka atvinnulífsins, Sveitarfélaganna og Ríkisins.

Starfsemi Virk hófst á árinu 2008. Markmið VIRK er að draga markvisst úr líkum á því að einstaklingar  hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku. Starfið fellst m.a. í persónulegri ráðgjöf og hvatningu til einstaklinga, samvinnu um gerð einstaklingsbundinnar áætlunar til að bæta heilsu og styrkja starfshæfni, kaup á úrræðum og samvinnu við stéttarfélög, launagreiðendur, heilbrigðisstarfsmenn og aðra sem koma að endurhæfingu og stuðningi við einstaklinga sem vilja vera virkir þátttakaendur á vinnumarkaði.

Virk – starfsendurhæfingarsjóður leggur áherslu á virkt samstarf við alla aðila og eiga reglulegt stefnumót við samstarfsaðila. Í því skini hefur Virk – starfsendurhæfingarsjóður reglulega haldið opinn ársfund í Þingeyjarsýslum.

Slíkur fundur var á Þórshöfn í lok apríl og á Húsavík í byrjun maí. Góð mæting var á fundina.

Í máli Ágústs Sigurðar Óskarsson ráðgjafa Virk í Þingeyjarsýslum og Þorsteins Sveinssonar sérfræðings hjá Virk kom fram að starfsemi Virk á landsvísu og Þingeyjarsýslum gengur mjög vel, stöðugt er unnið að þróun starfsins m.a. í samvinnu við fagaðila og einstaklinga sem hafa verið í þjónustu. Þjónustan er að mestu tengd samstarfi við einstaklinga og stuðningi við þá í endurhæfingu og endurkomu á vinnumarkað. Einnig er nokkuð um samstarf við launagreiðendur á svæðinu, sem hafa sýnt áhuga á samstarfi við Virk og eru afar hvetjandi og styðjandi við starfsmenn sína sem koma til baka eftir veikindi og hafa einnig boðið einstaklingum í þjónustu Virk atvinnutækifæri. 

Meðfylgjandi eru efni sem kynnt var á fundinum, þar með m.a. að finna upplýsingar um starfsemi Virk, tölfræði um einstaklinga í þjónustu og niðurstöður úr þjónustukönnun.

Ársrit Virk – starfsendurhæfingarsjóðs kom út í apríl 2013 og er aðgengilegt á heimasíðu Virk (www.virk.is) og á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík og Þórshöfn. 

Glærur frá árfundi Virk í Þingeyjarsýslum

Ársrit Virk http://www.virk.is/page/kynningarefni

Deila á