Aðalfundur Starfsmannafélags Húsavíkur fór fram 8 maí sl. fyrir árið 2012 og mættu 25 manns til fundarins. Gestir fundarins voru Guðbjörg Þorsteinsdóttir og Guðbjörn Arngrímsson formaður Samflots bæjarstarfsmanna.
Fundurinn hófst með skýrslu formanns og síðan fór Orri Freyr yfir reikninga félagsins sem skilaði rúmlega 1 milljón í hagnað og voru þeir samþykktir. Þess má geta að Starfsmenntunarsjóður félagsins stendur mjög vel og var á úthlutað úr honum 1.135.315.- til félagsmanna á síðasta ári.
Síðan var kosið til stjórnar og þetta ár var kosið um tvo í stjórn. Guðrún K. Magnúsdóttir gaf ekki kost á sér í stjórn áfram enn hún hefur verið ritari stjórnar og var henni færður blómvöndur fyrir vel unnin störf undanfarin ár. Ný kona var kosin í stjórn og er það Guðrún Brynjarsdóttir og kemur hún frá Þekkingarneti Þingeyinga og er hún boðin velkomin til starfa. Aðrir í stjórn eru Ása Gísladóttir, Helga Eyrún Sveinsdóttir, Helga Þuríður Árnadóttir og Stefán Stefánsson.
Félagskjörnir endurskoðendur: Jóhanna Björnsdóttir, Guðmundur Guðjónsson og Anna Ragnarsdóttir til vara.
Orlofsnefnd: Helga Þuríður,Karl Halldórsson og Sveinn Hreinsson.
Starfskjaranefnd: Hjálmar Hjálmarsson, Stefán Stefánsson og Sigmundur Þorgrímsson til vara.
Starfsmenntasjóður: Guðrún Guðbjartsdóttir, Stefán Stefánsson og Óskar Óli Jónsson til vara.
Ferðanefnd: Jóhanna Björnsdóttir, Frímann Sveinsson og Guðrún K. Jóhannsdóttir. Margrét Schiöth gaf ekki kost á sér áfram og kom Guðrún í hennar stað.
Eftir aðalfundarstörfin fór Guðbjörn formaður Samflots yfir starfsemi Samflotsins hvað við höfum verið að gera og eins um framtíðina hjá þeim félögum sem eru innan samflotsins og kom inná næstu kjarasamningsgerð sem mun hefjast í haust og var fólk mjög ánægt með yfirferð Guðbjörns á málefnum Samflotsins.
Síðan var góður matur borinn fram og sat fólk og spjallaði fram eftir kvöldi. Fundurinn þóttist takast vel og var sérstök ánægja með gest fundarins og það sem hann hafði fram að færa.
Aðalfundur Starfsmannafélagsins fór vel fram.
Gestir fundarins voru Guðbjörg Þorsteinsdóttir og Guðbjörn Arngrímsson formaður Samflots bæjarstarfsmanna.