Færðu FSH bókagjöf

Formenn Framsýnar og Þingiðnar færðu Framhaldsskóla Húsavíkur bókagjöf í gær fyrir hönd stéttarfélaganna. Um er að ræða tvær bækur um sögu Alþýðusambands Íslands sem nýlega voru gefnar út. Til stendur að gefa bækurnar einnig til bókasafna í Þingeyjarsýslum. Það á jafnframt við um Framhaldsskólann á Laugum.

Formenn Framsýnar og Þingiðnar, Aðalsteinn og Jónas ásamt Dóru Ármanns skólameistara FSH.

Deila á