Fulltrúar Framsýnar og Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga funduðu í gær um breytingar á stofnanasamningi aðila sem tyggir starfsmönnum ákveðna framgöngu í starfi og launahækkun. Fjármálaráðuneytið spilaði nýlega út auka fjármagni í stofnanasamninga á heilbrigðisstofnunum. Vilji er til þess hjá forsvarsmönnum HÞ og Framsýnar að klára viðræðurnar á næstu dögum.