Hagnaður VÞ um 5,6 milljónir

Aðalfundur Verkalýðsfélags Þórshafnar var haldinn fimmtudagskvöldið 2. maí 2013 í Íþróttamiðstöðinni á Þórshöfn. Tekin voru fyrir venjuleg aðalfundarstörf. Þá voru nýjar siðareglur fyrir félagið kynntar og samþykktar eftir góðar umræður. Hagnaður var af öllum sjóðum félagsins og varð tekjuafgangur alls kr. 5,6. milljónir. Við síðustu áramót voru eignir félagsins 61,3 milljónir og skuldir engar.

Deila á