Viðræðum Samtaka atvinnulífsins og Framsýnar um samning fyrir starfsmenn á hvalaskoðunarbátum sem hófst kl. 13:15 í dag er lokið. Ekki náðist niðurstaða í málið er fulltrúar Framsýnar lögðu fram tillögu að lausn málsins. Samtök atvinnulífsins óskuðu eftir fresti til að skoða tilboðið og urðu fulltrúar Framsýnar við þeirri beiðni. Fulltrúar Framsýnar lögðu jafnframt áherslu á að viðræðum verði framhaldið eftir helgina þar sem starfsmenn þrýsta á samning.