Viðræðum Framsýnar og Samtaka atvinnulífsins vegna samnings fyrir starfsmenn við hvalaskoðun á Húsavík verður framhaldið í dag og hófst fundurinn kl. 13:15 í húsi Samtaka atvinnulífsins í Reykjavík. Framsýn hefur lengi barist fyrir því að gerður verði samningur um kjör og tryggingar starfsmanna sem starfa við þessa ört vaxandi atvinnugrein. Þá hefur verið megn óánægja meðal starfsmanna að ekki sé í gildi samkomulag um þeirra störf sem tryggi þeim mannsæmandi laun og öryggi varðandi veikinda- og slysa tryggingar. Formaður Framsýnar sem tekur þátt í viðræðunum vildi ekki tjá sig um málið frekar, það er hvort samningar takast í dag eða ekki. Með honum á fundinum í dag, er lögfræðingur félagsins, Björn L, Bergsson.