Framsýn hefur gengið frá samningi við Vátryggingafélag Íslands og Líftryggingafélag Íslands um forvarnir og afsláttarkjör fyrir félagsmenn Framsýnar. Samkomulagið nær einnig til félagsmanna Þingiðnar, Starfsmannafélags Húsavíkur og Verkalýðsfélags Þórshafnar.
Samkomulagið byggir á því að félagsmenn þessara stéttarfélaga fá sérstakan aflátt af tryggingum umfram þau kjör sem þeir hafa í dag, það er viðbótarkjör. Þeir félagsmenn sem eru með tryggingar hjá VÍS og Lífís er bent á að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna og skrá sig fyrir afslættinum svo hægt verði að virkja hann hjá VÍS og Lífís. Frekari upplýsingar er hægt að fá á Skrifstofu stéttarfélaganna og hjá Þjónustuskrifstofu VÍS á Húsavík.
Aðalsteinn Á. Baldursson skrifaði undir samninginn fyrir hönd Framsýnar og Magnús Jónsson umdæmisstjóri VÍS á Norðurlandi og Magnús Þorvaldsson þjónustustjóri VÍS á Húsavík fyrir hönd VÍS og Lífís.