Vegna náms- og kynnisferðar starfsmanna Skrifstofu stéttarfélaganna verður starfsemi skrifstofunnar í lágmarki næsta fimmtudag og föstudag. Aðeins einn starfsmaður verður á staðnum og mun gera sitt besta til að þjóna félagsmönnum og öðrum þeim sem þurfa á þjónustu að halda. Við biðjum viðskiptavini skrifstofunnar að hafa skilning á því.