Fjölmargar umsóknir bárust frá félagsmönnum um orlofshús í sumar. Nú er unnið að því að yfirfara þær og á næstu dögum verður haft samband við alla þá sem sóttu um hús í sumar. Það er hvort þeir fá hús eða ekki en stéttarfélögin hafa í gegnum tíðina leitast við að hafa mikið framboð af húsum fyrir félagsmenn en því miður tekst ekki alltaf að verða við óskum allra þar sem ásókn í sum hús og einstakar vikur er mjög mikil.