Fyrsta sendingin af félagsjökkum stéttarfélaganna frá 66°Norður er komin í hús. Þeir sem eiga pantaða jakka geta komið við og tekið þá. Hins vegar ber að geta þess að að þeir sem pöntuðu jakka í síðustu viku fá þá ekki fyrr en síðar í þessum mánuði. Svo má geta þess að þeir sem ekki hafa þegar pantað jakka en vilja eignast jakka geta pantað þá á Skrifstofu stéttarfélaganna. Verð til félagsmanna er kr. 12.000,-.