Eins og við sögðum frá hér á heimasíðunni hefur staðið yfir námskeið fyrir fiskvinnslufólk á félagssvæði Framsýnar þessa viku. Námskeiðinu lauk í dag og fengu allir þátttakendur viðurkenningarskjal eftir viðveruna á námskeiðinu og góðan árangur. Hér koma nokkrar myndir sem teknar voru af fiskvinnslufólki á námskeiðinu en um 120 starfsmenn tóku þátt í námskeiðinu frá fjórum vinnustöðum á svæðinu. Kennt var á fjórum stöðum vegna fjöldans.