Tvö námskeið í boði, opið öllum áhugasömum

Framsýn í samstarfi við VÍB og útibú Íslandsbnka á Húsavík bjóða almenningi upp á tvö mögnuð námskeið. Sjá frekar.

Sparnaður á mannamáli:

VÍB, Framsýn og útibú Íslandsbanka á Húsavík bjóða til fundar í fundarsal stéttarfélaganna þriðjudaginn 9. apríl frá 17:00 til 18:00. Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB ræðir hvernig best sé að spara í dag. Fundurinn er ókeypis og allir eru velkomnir. Boðið verður upp á kaffiveitingar.

Fræðslufundur um sparnað eldri borgara

VÍB, Framsýn og útibú Íslandsbanka á Húsavík bjóða eldri borgurum á opinn fund um sparnað, þriðjudaginn 9. apríl kl. 14:00 – 15:30 í fundarsal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26. Fundurinn er ókeypis og allir eru velkomnir. Boðið verður upp á kaffiveitingar.

Deila á