Yfir hundrað starfsmenn á skólabekk

Í kjarasamningunum 2011 var samið um viðbótar námskeið fyrir fiskvinnslufólk. Fram að þessu hafa starfsmenn átt rétt á 40 stunda námskeiði sem gerir þá hæfari í starfi. Með nýja ákvæðinu eiga starfsmenn rétt á 15 klukkustunda námskeiði til viðbótar. Í heildina gefa námskeiðin starfsmönnum  fjögra launaflokka hækkun. Reiknað er með að rúmlega hundrað starfsmenn í fiskvinnslu á félagssvæði Framsýnar nýti sér tækifærið og sitji námskeiðið.

Það er föngulegur hópur fiskvinnslufólks á námskeiði þessa vikuna. Um 113 starfsmenn frá fiskvinnslufyrirtækjum á félagssvæði Framsýnar taka þátt í námskeiðinu og kennt er á nokkrum stöðum þar sem fjöldin er mikill.

Deila á