Þau fá páskaglaðning!

Gríðarleg þátttaka var í páskaleik stéttarfélaganna sem lauk í hádeginu í dag. Dregnir hafa verið út fimm heppnir þátttakendur. Þeir eru: 

Úlfhildur Sigurðardóttir                Heiðargerði 2d  Húsavík

Rannveig Þórðardóttir                  Stórhól 25           Húsavík

Jónas Aðalsteinn Sævarsson      Baughól 36            Húsavík

Árný Björnsdóttir                            Stórhól 3             Húsavík

Pétur Helgi Pétursson                   Heiðargerði 4       Húsavík

Vinningshafar eru beðnir um að koma við á Skrifstofu stéttarfélaganna í dag og nálgast verðlaunin. 

Eins og fram hefur komið var þátttakan í páskaleik stéttarfélaganna mjög góð. Nokkrir þátttakendur notuðu tækifærið og skrifuðu skilaboð þegar þeir sendu nöfnin sín inn.  Hér koma dæmi um skemmtileg skilaboð:

„Ég væri alveg til  í að vinna páskaegg frá mínu yndislega stéttarfélagi Framsýn, það er ekki það að ég þurfi svo sem egg en á yndisleg barnabörn sem væru líka til, en sem sagt ég er til í egg !“ 

„Góðan og blessaðan daginn. Mig langar svo að læra að borða súkkulaði…….“ 

„Stelpurnar í vinnunni eru emjandi af súkkulaðilöngun eftir hádegismatinn, en ég bara skil þetta ekki !!!!“ 

„Ég ætti kannski að fá eins og eitt egg ?“ 

„Góðan daginn, mér finnst súkkulaði gott. Þið væruð sæt að splæsa á mig einu. Væri ekki verra ef það væri stórt………..“

Deila á