Framsýn hefur undanfarið staðið fyrir námskeiðahaldi í samstarfi við nokkra samstarfsaðila s.s. Þekkingarnet Þingeyinga og Rauða krossinn. Til dæmis hafa þegar verið haldinn tvö skyndihjálparnámskeið sjá meðfylgjandi myndir. Þar sem þátttaka hefur verið mjög góð er líklegt að eitt námskeið til viðbótar verði haldið eftir páska. Skráning á námskeiðið stendur yfir en frítt er á námskeiðið fyrir félagsmenn stéttarfélaganna sem aðild eiga að Skrifstofu stéttarfélaganna.
Davíð Jónsson er einn af þeim sem tekið hafa þátt í skyndihjálparnámskeiði sem er samstarfsverkefni Framsýnar, Þekkingarnets Þingeyinga og Rauða krossins. Eitt slíkt námskeið var haldið í gær.
Berglind kemur hér barni til hjálpar.
Björgvin Árna var leiðbeinandi á námskeiðinu og stóð sig afar vel.
Það ættu allir að gefa sér tíma til að fara á skyndihjálparnámskeið.