Farið yfir atvinnumálin

Snæbjörn Sigurðarson sem um árabil starfaði hjá stéttarfélögunum var sérstakur gestur á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs Framsýnar síðasta þriðjudag. Fundurinn var tileinkaður atvinnumálum í héraðinu. Snæbjörn fór yfir hugmyndir sem uppi eru varðandi uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Bakka. Þá gerði hann einnig grein fyrir öðrum hugmyndum er varða frekari uppbyggingu á ferðaþjónustu á svæðinu og aðstöðu á Húsavík fyrir olíuleit á Drekasvæðinu. Að sjálfsögðu urðu miklar og góðar umræður um málefnið enda mikilvægt að efla atvinnu á svæðinu og þar með búsetuskilyrði í Þingeyjarsýslum.

Deila á