Aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna eru með samning við Mandat lögmannsstofu sem er til heimils að Ránargötu 8 í Reykjavík. Á lögmannsstofunni starfa átta lögmenn, þar af sex með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti. Heimasíða Mandat er: http://www.mandat.is/
Samningur Mandat og stéttarfélaganna tryggir félagsmönnum aðgengi að lögfræðingum er varðar þeirra störf á vinnumarkaði. Svo sem ef brotið er á þeirra rétti eða ef viðkomandi hefur orðið fyrir vinnuslysi og sækja þarf slysarétt. Þeir sem þurfa á lögfræðiþjónustu að halda á þessum forsendum eru beðnir um að setja sig í samband við Skrifstofu stéttarfélaganna og leita frekari upplýsinga.
Þess má geta að stéttarfélögin hafa átt mjög góð samskipti við lögmannstofuna á undanförnum árum á forsendum samnings um þjónustu við félagsmenn stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum.