Stéttarfélögin og Þekkingarnet Þingeyinga vilja hvetja lesendur heimasíðunnar til að koma ábendingum um námskeið sem þeir vilja að verði haldin í Þingeyjarsýslum á framfæri við þessa aðila. Vilji er til þess að auka námskeiðahald á svæðinu og því er leitað eftir hugmyndum að góðum námskeiðum. Þá er skorað á fólk að skoða vel framboðið af námskeiðum sem Þekkingarnet Þingeyinga bíður reglulega upp á. Félagsmenn stéttarfélaganna eiga rétt á góðum styrkjum fari þeir á námskeið.
Samstarfsaðilar: Verkalýðsfélag Þórshafnar, Framsýn, STH, Þingiðn og Þekkingarnet Þingeyinga.
Þekkingarnet Þingeyinga og stéttarfélögin vilja endilega efla námskeiðahald í Þingeyjarsýslum. Leitað er til almennings um að koma með góðar hugmyndir að námskeiðum.