Jöklaferð í boði stéttarfélaganna

Stéttarfélögin og ferðaþjónustufyrirtækið ICE hafa gert með sér samkomulag um að bjóða félagsmönnum upp á daglegar jöklaferðir í sumar upp á topp Langjökuls með Ice Explorer sem er 8 hjóla jöklatrukkur.   Tækið er sérhannað til jöklaferða og tekur 40 farþega. Ferðin tekur um tvær klukkustundir. Um er að ræða frábæra ferð fyrir alla fjölskylduna.

Félagsmenn stéttarfélaganna fá „tvo miða fyrir einn“ frá 1. júní – 31. ágúst. Miðaverðið er kr. 13.700,-. Þannig greiða t.d. hjón sem bæði eru í Framsýn þessa upphæð fyrir tvo miða.

Ókeypis er fyrir 0-11 ára og hálft gjald fyrir 12-15 ára, kr. 6.850,-.

Félagsmenn bóka með fyrirvara í síma 588 5555 og sýna staðfestingu þegar þeir fara í ferðina  um að þér séu félagsmenn stéttarfélaganna. Hægt er að fá miða á Skrifstofu stéttarfélaganna sem staðfestir að viðkomandi sé félagsmaður.  

Farið er frá Þjónustumiðstöðinni í Húsafell í Borgarfirði  daglega kl. 12:00. Þaðan er farið upp að jökulröndinni í veg fyrir jöklatrukkinn sem fer þaðan kl. 13:00.

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu ICE  www.adventure.is.  Ferðin heitir ICE 6, Ice Explorer Adventure.

Stéttarfélögin bjóða upp á jöklaferðir í sumar.

Deila á