Fæddi son í sjúkrabíl mitt í ófærðinni í Dalsmynni

Þegar kona tók léttasóttina norður á Húsavík undir miðnætti var úr vöndu að ráða þar sem hún þurfti nauðsynlega að komast a fæðingadeildina á sjúkrahúsi Akureyrar en Víkurskarðið var kolófært auk þess sem tveir stórir bílar, sem þar sátu fastir, lokuðu leiðinni endanlega.

Lögreglan a Akureyri hafði þá milligöngu um að ræsa út snjóruðningsmann til að ryðja gömlu leiðina um Dalsmynni.

Sjúkrabíll, ásamt björgunarsveitarmönnum á öðrum bíl heldu af stað frá Húsavik, en i miðju Dalsmynninu var gert stutt stopp, á meðan hraustur drengur kom i heiminn, og svo var brotist áfram til Akureyrar þar sem móðir og barn voru lögð inn a fæðingardeildina, bæði við góða heilsu. (Heimild: visir.is) (Myndin er úr myndasafni stéttarfélaganna)

Deila á