Þingmenn, standið með okkur!!

Framsýn og Þingiðn hafa komið á framfæri áskorun til þingmanna um að styðja við uppbyggingu á Bakka en tvo frumvörp sem varða atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslum eru nú til umræðu á þingi. Sjá áskorunina:

„Á næstu dögum mun ráðast hvort tvö mikilvæg frumvörp sem snerta Húsavík og þar með atvinnuuppbygginu í Þingeyjarsýslum fari í gegnum þingið. Um er að ræða frumvarp til laga um heimild til handa ráðherra, f.h. ríkissjóðs, til að fjármagna uppbyggingu innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka í Norðurþingi. Síðara frumvarpið fjallar um heimild til samninga um kísilver í landi Bakka í Norðurþingi. Um er að ræða fjárfestingar upp á tæpa þrjá milljarða. 

Framsýn, stéttarfélag sem telur um 2.300 félagsmenn og Þingiðn, félag iðnaðarmanna í Þingeyjarsýslum sem telur um 100 félagsmenn skora á ykkur, þingmenn góðir,  að klára málið Þingeyingum og þjóðarbúinu öllu til hagsbóta. Það er alveg ljóst að Þingeyingar fylgjast vel með málinu og afgreiðslu þess á Alþingi. Með kveðju úr hríðinni fyrir norðan!“

Rétt er fyrir Þingeyinga að fylgjast vel með umræðum á þingi en þar standa nú yfir umræður um tvo frumvörp sem skipta miklu máli varðandi atvinnuuppbygginu á Húsavík og þar með í héraðinu öllu.

Deila á